Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 3 . mál.


48. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síð ari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, JBH, SP, PHB, SF, EOK).



     1.     Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     A-liður orðist svo: 1. mgr. orðast svo:
                            Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins annast innflutning og innkaup á vínanda, áfengi og tóbaki samkvæmt lögum þessum og dreifingu þessara vara undir yfirstjórn fjár málaráðherra. Þess skal gætt að jafnræði gildi gagnvart öllum birgjum.
                   b.     C-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                            Fjármálaráðherra veitir leyfi til innflutnings og heildsölu á áfengi, svo og til fram leiðslu áfengra drykkja, enda sé slík framleiðsla, sala eða innflutningur ætluð til sölu samkvæmt ákvæðum áfengislaga. Leyfi til heildsölu á áfengi má veita innflytjanda áfengis, svo og öðrum þeim sem hyggjast endurselja áfengi frá framleiðanda eða inn flytjanda.
                   c.     Við bætist nýr stafliður, e-liður, er orðist svo:
                            Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                            Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um veitingu leyfis skv. 3. mgr. Skal þar m.a. kveðið á um skilyrði fyrir leyfisveitingu, gildistíma leyfis, afturköllun þess, um auðkenni á áfengi sem látið er af hendi og eftirlit með starfsemi leyfishafa.
     2.     Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                   a.     (3. gr.)
                            Á eftir 1. málsl. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður svohljóðandi: Verð í smásölu verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á hverri vöru fyrir sig skal vera það sama hvar sem er á landinu.
                   b.     (4. gr.)
                            Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
                            Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal starfa í tveimur deildum er séu aðgreindar rekstrarlega og fjárhagslega. Skal önnur deildin hafa með höndum innflutning og heildsölu áfengis en hin skal annast smásölu áfengis. Fjármálaráðherra skal skipa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins stjórn og setja með reglugerð nánari ákvæði um skipulag hennar.
     3.     Við 6. gr. (er verði 8. gr.). Greinin orðist svo:
                  Heiti laganna verður: Lög um verslun með áfengi og tóbak.